Starfsreglur

1. Tilkynning um sölu á markaðinn.

1.1. Skip, sem landar á fjarskiptamarkaði, verður að tilkynna aflamagn, aflasamsetningu, stærð, löndunarstað og komutíma.

1.2. Skip er áætla að selja afla sinn á gólfi, er æskilegt að þau tilkynni sig með minnst 1 sólarhrings fyrirvara, þetta á þó ekki við um dagróðrabáta. Dagróðrabátar tilkynni sig í síðasta lagi 1 klukkustund fyrir sölu sem hefst kl 13:00.

1.3. Skylt er að skip tegundaflokki fiskinn, þ.e. þorskur, ýsa, ufsi o. s. frv. Skipstjóri eða staðgengill hans skal tilgreina ef um undirmálsfisk er að ræða og hvert magn hans er. Þar að auki verður skip að flokka milli lifandi- og dauðblóðgaðs fisks, og tilgreina aldur dauðblóðgaða fisksins. Þegar útileguskip eiga í hlut er æskilegt að dagmerkja aflann og tilgreina þær upplýsingar við tilkynningu, ef um fjarskiptauppboð er að ræða. Tilgreina og merkja VS afla við löndun er á ábyrgð skipstjóra.

1.4. Gæði fisks sem boðin er upp hjá fiskmörkuðum FMSI helgast af mörgum þáttum. Starfsmenn markaðsins beita skynmati, þar sem lagt er mat á ytra útlit, hitastig og frágang ( unnið eftir Gæðakerfi FMSI). Ekki er lagt mat á aðra gæðaþætti svo sem los, orm, flakanýtingu eða annað það sem ekki kemur fram við ytri gæðamat. Ef eitthvað óeðlilegt kemur fram við ytri gæðamat þá er þeim upplýsingum komið á framfæri við kaupendur í uppboðslýsingu og kaupendur beðnir um að lesa hana vandlega ( athugasemdir).

1.5. Rísi deilur milli kaupanda og seljanda vegna “rangra” upplýsinga skips um afla, aflasamsetningu, gæði eða komutíma, skal tafarlaust bera fram kvörtun við fiskmarkaðinn og kaupendur noti alfarið kvörtunakerfi FMSI í gengum RSF vefinn eða e-mail til stöðvarstjóra, sem skera mun úr um réttmæti hennar. Varðandi viðbrögð við röngum upplýsingum vísast í kafla 3, sem um það fjallar.

1.6. Samkvæmt lögum skal allur afli vigtaður af löggiltum vigtarmanni, samkvæmt reglugerð um sjávarafla gefinni út af ráðherra. Ráðstöfun við löndun afla sem seldur er í fjarskiptum er í höndum fiskmarkaðarinns, en seljanda ber að koma á sinn kostnað aflanu til markaðsins, ef ekki er um þjónustu FMSI að ræða á staðnum. FMSI mun hins vegar sjá alfarið um vigtun og afgreiðslu aflans ef um sölu á gólfi er að ræða, og ef FMSI er með þjónustu á löndunarstað.

1.7. FMSI sér einnig um miðlun á fiski. Seljandi lætur þá vita um tegundir, magn, stærð og löndunarstað. FMSI reynir að finna kaupanda að aflanum á tilsettum stað fyrir ákveðið verð og fer vigtun/ afgreiðsla, uppgjör og greiðsluskil fram á sama hátt og ef um uppboð er að ræða. Á sama hátt getur kaupandi óskað eftir ákveðnum tegundum til kaups og reynir FMSI að finna seljanda að þeirri tegund.

1.8. FMSI tekur ekki þátt í deilum um eignaraðild á afla. Handhafi fisksins eða sá er tilkynnir afla til sölu, gefur einnig upp hverjum skal greiða andvirðið skal það gert með pappír á sannalegan hátt ( e-mai./fax). Handhafi telst vera sá sem biður um sölu á fiskinum.

2. Skuldbindingar.

2.1. Þegar skip hefur tilkynnt afla sinn til sölu á FMSI, er það skuldbundið til að selja afla sinn þar á því verði sem fæst. Það er, eftir tilkynningu um sölu, er ekki hægt að breyta né hætta við. FMSI ábyrgist að allur afli skips seljist, en ekki á hvaða verði hann selst. Með þessu er tryggt að losun skips fari fram strax eftir komu þess. Löndunarstaður verður að standast ella ber seljandi aukakostnað sem sannanlega fellur til ef löndunarstaður breytist.

2.2. Kaupandi sem kaupir afla sem er afhentur á flutningstæki á viðkomandi starfstöð fiskmarkaðsinns, er skylt að hafa flutningstæki reiðubúið á opnunartæima markaðsinns. Landa skal afla í þeirri röð sem hann hefur selst á FMSI, ef um fleiri en eitt boð er að ræða af sömu tegund og fleiri en einn kaupanda.

2.3. Ef afli er seldur í umbúðum, ber kaupanda að skila umbúðunum aftur til seljanda innan 3ja sólarhringa frá löndun. Eiganda umbúðanna er þó heimilt að setja aðrar reglur og skulu þær þá kynntar.

2.4. Það er með öllu óheimilt fyrir seljendur og kaupendur að nota umbúðir, sem fengnar eru hjá FMSI, í eigin þágu, nema til að flytja fisk til og frá FMSI.

2.5. FMSI er með samning við Umbúðamiðlun hf. (UM) um afhendingu umbúða til viðskiptavina FMSI og UM og gilda reglur UM um umbúðirnar alfarið í þeim viðskiptum.

3. Vanefndir.

3.1. Rísi deilur vegna stærðar eða gæða afla, sem seldur er á fjarskiptauppboði, skal starfsmaður FMSI látinn vita strax, eða eigi síðar en 24 klst frá sölu, til að útkljá deiluna og skal nota til þess kvörtunarkerfi á RSF vefsíðu. Ef um réttmæta kvörtun er að ræða, greiðir seljandi kostnað sem af hlýst, en kaupandi ef kvörtunin er ekki á rökum reist. Hafi seljandi gefið rangar upplýsingar skal FMSI finna lausn í samráði við deiluaðila. Sé um verulegan mun að ræða á kaupandi rétt á að láta söluna ganga til baka, en seljandi er samt skuldbundinn til að greiða uppsett sölulaun til FMSI. Hafi verið um rangar upplýsingar að ræða og gangi salan til baka, þá er FMSI ekki lengur skuldbundinn til að selja aflann. FMSI getur aldrei borið ábyrgð á andvirði aflans, né mismuni sem kann að verða.

3.2. Kaupanda er skylt að taka afla í umbúðum ef sala hans fer fram í umbúðum. Kaupandi ábyrgist umbúðir afla frá því þær eru komnar á flutningstæki á hans vegum þar til hann skilar þeim á umsaminn stað, innan 3ja sólarhringa. Glatist hluti umbúða eða ef um tjón verður að ræða, ber kaupanda að bæta eiganda þeirra skaðann. FMSI ber enga ábyrgð á umbúðunum seljenda, en sér um endurheimtu þeirra.

4. Uppboð – Uppgjör – Reikningsskil.

4.1. Fyrir uppboð verða allar upplýsingar um áætlað magn, samsetningu afla, meðalþyngd, gæði , löndunarstað, og komutíma seljanda að vera tiltækar fyrir kaupendur. Skulu þessar upplýsingar skráðar í tölvu FMSI og yfirlit yfir þær sýndar á vef RSF.is fyrir uppboð útprentanlegar af vefnum.

4.2. Samkvæmt lögum um uppboðsmarkað skal krefjast greiðslutryggingar af kaupanda, sé ekki um staðgreiðslu að ræða. Kaupandi verður því að koma fyrst að hafa samband við Reiknistofu fiskmarkaða hf (RSF), þar sem gengið verður frá greiðslumáta. FMSI er í samstarfi við Reiknistofu fiskmarkaða hf (RSF). Kaupendur leggja ábyrgðir sínar inn hjá RSF, stílaðar á RSF, og mun RSF sjá um innheimtu reikninga fyrir fiskkaup og kostnaði er samþykktur hefur verið af kaupendum hjá FMSI ásamt þeim fiskkaupum sem kaupandi hefur gert á öðrum fiskmörkuðum tengdum RSF. Ábyrgðirnar gilda því á öllum fiskmörkuðum tengdum RSF. RSF gætir að því að farið sé eftir þeim reglum sem gilda um greiðslur og reikningsskil allra fiskmarkaðanna og viðskiptavina þeirra. Þeir sem staðgreiða þurfa að “deponera” fyrir áætluðum kaupum.

4.3. Kaupandi skal í upphafi skrá sig hjá RSF þar sem fram koma allar nauðsynlegar upplýsingar honum tengdar og skrifa undir yfirlýsingu um að hann hafi kynnt sér starfsreglur FMSI. Kaupanda verður því næst afhent kaupendanúmer, sem hann notar við uppboðið, tengt nafni hans og greiðslutryggingu, og verða þær upplýsingar skráðar í uppboðstölvu.

4.4. Ekkert lágmarksverð er í gildi, en hver seljandi getur ákveðið lágmarksverð innan ákveðinna marka. Ef fiskurinn selst ekki yfir því verði á uppboði verður seljandi að finna kaupanda sjálfur, en samt sem áður að greiða FMSI allan áfallinn kostnað, þ.m.t. uppboðslaun (sjá gjaldskrá). Sé ekki um lágmarksverð að ræða tryggir fiskmarkaðurinn sölu alls aflans.

4.5. Boðið er upp með tölvu, og birtast þá upplýsingar um seljanda, tegund, magn o. s. frv. á skjá ( Klukku Fisknets), og talið er niður hvert boð þar til verð finnst. Klukkan finnur byrjunarverð eftir verði viðkomandi tegundar/stærð frá síðustu 3 dögum + hækkun sem er sett inn í forsendur hennar af starfsfólki RSF, sem sér um uppboðið. Þannig heldur uppboðið áfram þar til allur afli hefur selst. Eftir uppboð ber kaupandi allan kostnað sem hlýst af aflanum ( flutning, ísun og fl.).

4.6. Eftir kaup sér kaupandi allar upplýsingar um kaup sín hjá FMSI á vef RSF.is ( Einkaaðgang). FMSI mun klára allar leiðrétttingar á fjarskiptum og öðrum stæðum fyrir kl 11;00 daginn eftir, nema um helgar þá mánudagur kl 11:00. Kaupandi eða starfsmaður/flutningsaðili hans kvittar fyrir móttöku aflans og umbúðunum og ber ábyrgð á aflanum þar frá.

4.8. Endanlegar greiðslur á fiskkaupum fara fram eftir reglum Reiknistofu Fiskmarkaða sem sér um öll uppgjör er varða kaupenda fyrir FMSI.

4.9. Uppgjör seljenda er í höndum FMSI og sendir markaðurinn út afreikninga ( e-maili/pósti) og greiðir út á föstudögum fyrir vikuna á undan. Hver reiknisvika er frá föstudegi til fimmtudags.

4.10. Innborganir kaupenda fara eftir reglum RSF samkvæmt ábyrgðum.

4.11. Kaupanda er óheimilt að kaupa áfram ef hann greiðir ekki á gjalddaga, þó ábyrgð sé ekki að fullu nýtt.

5. Þóknun.

5.1. Þóknun fiskmarkaðsins er samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, sjá vef www.FMSI.is

6. Önnur ákvæði.

6.1. Fiskmarkaðurinn áskilur sér rétt til breytinga á framangreindum starfsreglum að fenginni reynslu.

6.2. Starfsreglur þessar eru háðar staðfestingu sjávarútvegsráðherra.